Vestmannaeyjar: Ungur drengur, 4-5 ára, sem var einn í bíl, setti hann í gír með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á konu með barnavagn. Atvikið átti sér stað í Vestmannaeyjum í gær. Frá þessu er sagt á mbl.is og kemur fram að bíllinn með drengnum í rann dágóðan spöl, hátt í 200 metra, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum, niður nokkurn halla og beygði inn á götu þar sem hann lenti á konunni.