Eldur kviknaði á sjötta tímanum í kvöld út frá þurrkara í bílskúr í Vestmannaeyjum. Íbúar urðu eldsins fljótt varir og höfðu ráðið niðurlögum hans þegar slökkvilið kom á staðinn.