Á sunnudaginn, 22. júlí nk. eru liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Vigfússonar frá Holti. Jón lést árið 1999. Eins og þeir vita sem þekkja til sögu Vestmannaeyja vann Jón mjög frækilegt björgunarafrek árið 1928 er hann bjargaði skipsfélögum sínum með því að klífa Ofanleitishamar í kulda og snjókomu.