Það var heldur betur létt yfir Selfossliðinu þegar þeir tóku á móti Sindra í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Selfyssingar unnu stórsigur, 9-1. Sævar Þór Gíslason fór á kostum og skoraði fjögur mörk, þar af tvö af vítapunktinum.