Strákarnir gerðu frábæra ferð norður yfir heiðar í dag en þeir voru nú rétt í þessu að leggja Þórsara að velli, 0-2. Mörk Eyjamanna skoruðu Stefán Björn Hauksson og Pétur Runólfsson. Varnarleikur Eyjamanna var sterkur en Þórsarar sköpuðu sér ekkert í leiknum, ef undan er skilinn einn lélegur skalli þeirra í byrjun leiks. Nýr leikmaður spilaði í dag, en Úgandamaðurinn Nsumba er mættur, og fékk tækifæri strax í fyrsta leik. Það er vonandi að strákarnir séu nú komnir á beinu brautina á nýjan leik með þessum sigri en leiknum verða gerð betri skil síðar.