Nýr leikmaður hefur bæst í leikmannahóp ÍBV, Úgandamaðurinn Agustine Nsumba (Gústi), mætti á klakann á fimmtudaginn síðasta eftir langt ferðalag. Hann kemur frá sama liði og Andy spilaði með, Sportsclub Villa, en Andy var einmitt fyrirliði þess liðs og léku þeir félagar saman þar. Augustine er lítill og lipur strákur sem spilar sem sóknarþenkjandi miðjumaður. Hann er réttfættur en segist vera ágætur með vinstri líka. Hann kom inná í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Þór í síðustu umferð og lék þá rúman hálftíma. Menn voru mjög sáttir við hans framlag í leiknum en sjálfur var hann hógværðin uppmáluð og sagðist ekki hafa verið nógu ánægður með sjálfan sig í leiknum. ,,