Einidrangur er vestasta skerið í Vestmannaeyjaklasanum og stendur eitt og sér, í um 20km fjarlægð vestur frá Heimaey. Það er í útsuður frá Þrídröngum milli Þrídranga og Geirfuglaskers. Það er 32 metrar á hæð og ekki er talið að drangurinn hafi verið klifinn hingað til, enda er það talið ómögulegt. Í lögun og stærð er Einidrangur líkastur Geirfuglaskeri. Í Einidrangi er ekkert fuglavarp enda er mjög lítill gróður í eynni, ef þá nokkur. Í kringum skerið, sérstaklega norðan við það, eru mörg sker, stór og lítil.