Umslag með átta tíu þúsund krónum í reiðufé var stolið úr dökkgrænni Toyota Land Cruiser bifreið fyrir utan Dynskóga 24 í Hveragerði aðfaranótt síðastliðins föstudags. Ummerki bentu til að hurð á bifreiðinni hefði verið spennt upp með kúbeini og hlaust af því talsvert tjón, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.