Þeir ökumenn sem fóru frá Kirkjubæjarklaustri á Hvolsvöll eftir miðnætti á laugardag þurftu þrívegis að stöðva á lögreglutálmum, þar sem verið var að mæla vínandamagn í ökumönnum. Lögreglan á Hvolsvelli segir þetta lið í auknu umferðareftirliti og skilaði það sér á laugardag; einn ofurölvi undir stýri var gripinn glóðvolgur.