Mótmælendur frá Saving Iceland hafa lokað fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun með því að hlekkja sig saman og við bíla. Þetta kemur fram á mbl.is og sagt að samtökin séu með þessu að mótmæla stækkun virkjunarinnar, óheiðarlegum viðskiptaháttum Orkuveitu Reykjavíkur og tengslum hennar við stríðsrekstur.