Fundur var settur kl. 16:10 fimmtudaginn 19. júlí í Veðurklúbbi Lundar á Hellu, af Einari Enokssyni formanni, sem bauð alla velkomna. Margrét Bjarnadóttir ritar fundargerð. Jón Þórðarson, aðstoðarmaður, sagði í upphafi fundar að hann hefði hitt skemmtanaglatt fólk sem óskaði eftir veðurspá frá klúbbnum fyrir verslunarmannahelgina, sem er jú innan skamms. Reynt verður að verða við þeirri beiðni, en betra að tala varlega enda miklir hagsmunir í húfi hjá mörgum!