Átta til tíu gaskútum var stolið úr geymslu við Olís í Þorlákshöfn síðastliðinn fimmtudag. Málið er óupplýst en lögregla telur að þjófurinn hyggist selja þá á öðrum bensínstöðvum. Kútarnir voru allir fullir af gasi.