Dalurinn.is hafði samband við Flugfélag Íslands rétt í þessu og var gríðarlega mikið bókað og vegna fárra sæta þá var farið að bóka töluvert á fimmtudeginum sem og laugardag. Ljóst þykir að straumurinn liggi til Eyja þetta árið og fólk staðráðið að taka þátt í stærstu og veglegustu útihátíð landsins miðað við bókanir á ferðum.