Eyjamenn náðu ekki að færa sig upp í fjórða sæti þegar þeir tóku á móti Fjarðarbyggð. Aðeins munar einu stigi á liðunum, ÍBV er í fimmta sæti og Fjarðarbyggð sæti ofar en með sigri hefðu Eyjamenn færst nær toppliðunum þremur. Leikurinn í kvöld á Hásteinsvellinum var hins vegar afar bragðdaufur þar sem gestirnir lögðu alla áherslu á að halda hreinu. Það tókst þeim og lokatölur 0:0.