Banaslys varð á Laugarvatnsvegi á móts við bæinn Þóroddsstaði laust eftir klukkan sjö í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi lést ökumaður fólksbíls þar þegar hann missti stjórn á bílnum í beygju. Virðist bíllinn hafa farið nokkrar veltur og ökumaðurinn kastast út úr henni. Lögreglumenn komu á slysstað rétt á eftir. Þeir höfðu áður reynt að stöðva bílinn á Biskupstungnabraut en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkum.