Þegar helgin er gerð upp er ljóst að Þjóðhátíð í ár er með stærri hátíðum og gestafjöldi líklega yfir 10 þúsund. Veður var með besta móti þvert ofan í margar spár og sólin skein flesta dagana.Þetta segir í frétt frá lögreglunni í Vestmannaeyjum sem er ánægð með hvernig til tókst með skemmtanahald helgarinnar.