Á laugardagsmorgun var lögreglunni á Selfossi tilkynnt um bifreið á hvolfi utan vegar undir Ingólfsfjalli skammt austan við Kögunarhól. Í ljós kom að bifreiðinni hafði verið ekið austur Suðurlandsveg og ökumaður af ókunnum ástæðum misst stjórn á bifreiðinni á veginum með þeim afleiðingum að hún fór útaf sunnan megin vegarins.