Á sunnudagsmorgun ætluðu lögreglumenn á Selfossi að huga að ástandi ökumanns við Flúðir. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók inn á veg að Hvítárholti. Í beygju á blindhæð missti ökumaður stjórn á bifreiðinni í lausamöl og hafnaði úti í skurði.