Góð stemming myndaðist á Stokkseyrarbryggju í frábæru veðri þegar hápunktur fjölskyldudaganna var á sunnudaginn, við varðeld, harmonikuspil og söng. Kvöldið endaði með stór glæsilegri flugeldasýningu á bryggjunni í umsjón Björgunarfélags Árborgar.