Flugvélar lentu um 340 sinnum á Vestmannaeyjaflugvelli á mánudag í því skyni að sækja Þjóðhátíðargesti á heimleið. það þýðir að flugvél lenti á um það bil þriggja og hálfrar mínútu fresti. Að sögn starfsmanna flugturnsins gengu flugferðirnar greiðlega fyrir sig. Flogið var frá fimm að morgni til miðnættis á mánudag, en frá sjö að morgni frá föstudegi til sunnudags.