Selfyssingar sitja nú í 2. sæti 2. deildar karla í knattspyrnu eftir sigur á ÍH á Selfossvelli í kvöld. Sigurinn var torsóttur þar sem heimamenn féllu niður á plan gestanna og spiluðu ekki hrífandi knattspyrnu. Lokatölur voru 3-2 og kom sigurmarkið úr vítaspyrnu.