Í Fréttum í gær var gluggað skattskrá Vestmannaeyja 2007. Farið var af handhófi yfir skrána og nöfnum síðan raðað í stafrófsröð. Útfrá álögðu útsvari voru síðan reiknuð út meðallaun viðkomandi. Við þessa útreikninga urðu þau leiðu mistök að rangt var farið með útreikning á launum Arnórs Hermannssonar, Vestmannabraut 69. Er hann sagður vera með kr. 24.771 í meðallaun á árinu 2007. Hið rétta er að laun hans eiga að vera samkvæmt þessum útreikningi 224.771. Fréttir vilja biðja Arnór og fjölskyldu hans afsökunar á þessum mistökum, sem án efa hafa valdið honum mikum ama og leiðindinum.