Í kvöld klukkan 19.00 leika Eyjamenn fyrsta leik sinn eftir Þjóðhátíð þegar þeir sækja Stjörnuna heim í Garðabæinn. Eyjamenn hafa verið að finna taktinn að nýju eftir slakt gengi í fyrri hluta júlí. ÍBV er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar, einu sæti fyrir ofan Stjörnuna en ef Eyjamenn ætla að halda í við toppliðin þá kemur ekkert annað en sigur til greina.