Sveit Golfklúbbs Vestmanneyja tapaði 4-1 í fyrstu umferð sveitakeppninnar í golfi en Eyjamenn léku þá gegn Golfklúbbi Suðurnesja. Klúbbmeistari GV, Gunnar Geir Gústafsson var sá eini sem sigraði í sinni viðureign en hann vann eftir bráðabana. Þó voru þeir Þorsteinn Hallgrímsson og Rúnar Þór Karlsson nálægt því að landa sigri en viðureign þeirra í fjórmenningi fór í tvöfaldan bráðabana en Suðurnesjamenn höfðu að lokum sigur.