ÍBV vann nauðsynlegan og glæsilegan útisigur á Stjörnunni í kvöld þegar liðin mættust á gervigrasvellinum í Garðabæ. Lokatölur urðu 2:4 en Ian Jefss gerði tvö marka ÍBV, auk þess sem Atli Heimisson og hinn ungi varnarmaður Arnór Ólafsson skoruðu sitt markið hvort. Óhætt er að segja að síðari hálfleikur hafi verið fjörlegur eftir markalausan fyrri hálfleik en fyrsta markið kom á 59. mínútu þegar Stjarnan komst yfir, Jeffs jafnaði á 63., heimamenn komust aftur yfir á 64. og Atli skoraði á 65. mínútur. Sannarlega fjörugar mínútur í Garðabænum.