Keppni í sveitakeppni í golfi, 1. deild hófst á golfvellinum í Vestmannaeyjum í morgun. Keppnin hefst í alíslensku sumarveðri, rigningu og vindi en spáin er reyndar mjög góð fyrir helgina. Golfklúbbur Vestmannaeyja fer vel af stað en þeir Þorsteinn Hallgrímsson og Rúnar Karlsson unnu fyrstu holuna gegn Golfklúbbi Suðurnesja. Mótinu lýkur svo rétt eftir hádegi á sunnudag.