Björgunarsveitin Kyndill á Klaustri, missti bíl sinn við Langasjó, Fjallabaksleið nyrðri, en verið var að setja bát á flot til að aðstoða ferðamenn yfir vatnið. Vildi ekki betur til en að bílinn sökk í sand en ökumaður náði að forða sér úr bílnum sem fór á bólakaf.