Sérstakt umferðareftirlit hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli og heldur hefur slegið á hraðan þessa vikuna. Tíu umferðaróhöpp voru tilkynnt í vikunni, en nokkuð er um að útlendingar missi stjórn á ökutækjum sínum sem flest eru bílaleigubílar og velti þeim.