Karlmaður á fimmtugsaldri lést í bílslysi við Grímslæk í Ölfusi á sjöunda tímanum í kvöld. Maðurinn kastaðist út úr bifreið sinni eftir að hún fór út af veginum og valt nokkrar veltur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hann var einn á ferð.