Björgunarsveitin Dagrenning Hvolsvelli var kölluð út rétt fyrir kl 20:00 í gærkvöldi vegna bílstjóra sem hafði lent í hrakningum þegar bíll hans flaut upp og barst niður með Gilsá um nokkra vegalengd. Manninum var bjargað af þaki bílsins og er hann heill á húfi, nú er unnið að því að ná bílnum á þurrt.