Grímur kokkur mætti með sitt fólk á Fiskidaginn mikla á Dalvík sem fór fram á laugardag og kynnti vörur sínar. Óhætt er að segja að vörur Gríms hafi slegið í gegn enda voru viðbrögð einstaklega góð og samkvæmt upplýsingum að norðan var plokkfiskurinn lofsunginn mikið og víða um svæðið, enda eðalvara.