Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir við RÚV að gerð stórskipahafnar í Þorlákshöfn ráðast af atvinnuuppbyggingu þar. Gerð Bakkafjöruhafnar sé önnur framkvæmd og varði samgöngur við Vestmannaeyjar. Hann kveðst treysta sérfræðingum Siglingastofnunar til að meta öryggi Bakkafjöruhafnar.