Haukur Kristjánsson kom með fyrstu lundapysjuna sem fundist hefur í Vestmannaeyjabæ á þessu ári á Náttúrugripasafnið nú eftir hádegið. Hún var mjög dúnuð en ekki var að sjá að hún hefði liðið skort því hún var feit og pattaraleg.