Á mánudag voru vígðar tvær nýjar deildir við leikskólann Óskaland í Hveragerði. Öllum börnum frá 18 mánaða aldri í Hveragerði er þar með tryggt leikskólapláss, að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra.
Reiknað er með að deildirnar verði komnar í fulla notkun í haust.