Íbúar í Búðarhverfi, sunnan við Þorlákshöfn, hafa ritað bæjaryfirvöldum bréf þar sem kvartað er yfir hraðakstri um hverfið. Í bréfinu er lagt til að settar verði upp hraðahindranir á stofnvegi hverfisins, Biskupabraut. Erindið verður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar næstkomandi þriðjudag.