Félagið Íslenskir radíóamatörar tekur þátt í alþjóðlegri vitahelgi radíóamatöra helgina 17.-19. ágúst. Þessa helgi flykkjast radíóamatörar um heim allan að vitum og í vitaskip og setja upp fjarskiptabúnað sinn þar. Þaðan hafa menn samband við aðra radíóamatöra um heim allan.