Mikil umræða fer nú fram um hina nýju” Grímseyjaferju. Það er alveg hreint með ólíkindum að fylgjast með þessu máli. Mistök og mistök virðast vera gegnum gangandi allt þetta mál. Kostnaður við þessa blessaða ferju mun stefna í a.m.k. 500 milljónir. Alltaf er svolítið gaman að bera tölur saman. Kostnaður við þessa ferju verður sem sagt 5 milljónir á hvern íbúa í Grímsey.