Á vef Náttúrustofu Suðurlands er greint frá því að kettir hafi gert sig heimakomna í fuglaholu í Ystakletti, sem er austan við Heimaklett. Að öllu jöfnu er ekki göngufært fyrir fólk frá Heimakletti og út í Ystaklett en svo virðist sem kettir hafi fundið leiðina og lifað góðu lífi enda mikið fuglalíf í klettinum. M.a. fundust fjórir stálpaðir kettlingar í skrofuholu þegar að var gáð.