Laugardaginn 18. ágúst er komið að síðustu tónleikunum í Menningarveislu Sólheima þetta árið. Það er sópransöngkonan Þórunn Elín Pétursdóttir og píanóleikarinn Anna Rún Atladóttir sem að ljúka sumrinu á Sólheimum. Á efnisskránni er að finna barnalög eftir Grieg, Bernstein og Jóhann G. Jóhannson. Tónleikarnir hefjast klukkan 14:00 í Sólheimakirkju. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.