Í kvöld, klukkan 19.00 tekur ÍBV á mót Leikni í 16. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn er Eyjamönnum afar mikilvægur og í raun ekkert nema sigur sem kemur til greina ef liðið ætlar sér að eiga áfram möguleika á að komast upp í úrvalsdeild. ÍBV situr í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Fjölni sem er í þriðja sæti en þrjú efstu liðin fara upp.