Hellarannsóknarfélag Íslands hefur, með stuðningi Pokasjóðs, komið upp aðstöðu fyrir ferðamenn við hellinn Arnarker í Selvogi. Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, meðlimur í Hellarannsóknarfélaginu, kom í síðustu viku upp upplýsingaskilti um Arnarker við hellismunninn. Þar er hann einnig búinn að koma upp bekkjum og borði til þess að ferðamenn geti snætt þar nesti.