Hópur barna gaf á dögunum Stróki, klúbbi fyrir fólk með þunglyndi og geðraskanir, grillbúnað og eldhúsáhöld að andvirði liðlega fimmtíu þúsund króna. Gjafirnar eru afrakstur veitingasölu sem krakkarnir stóðu fyrir í götugrilli Grænuvalla, Hörðuvalla, Árveg og Austurvegs á Selfossi.