Enn á ný hafa skemmdarvargar unnið tjón á Skanssvæðinu í Vestmannaeyjum en svæðið verður reglulega fyrir barðinu á þeim. Skemmdir hafa verið unnar á salernisaðstöðunni á svæðinu, gluggar brotnir, kveikt hefur verið í sorptunnu auk annarra smáskemmda.