ÍBV íþróttafélag hefur nú tryggt sér einkaleyfi á nafninu Húkkaraball. Félagið sótti um einkaleyfi fyrir þremur nöfnum sem tengjast öll hátíðahöldunum í Herjólfsdal í byrjun ágúst en það voru auk Húkkaraballs orðin Þjóðhátíð og Brekkusöngur. Félagið fékk hins vegar synjun á einkaleyfi fyrir notkun á tveimur síðarnefndu orðunum.