Eyjapeyinn Hermann Hreiðarsson mun leiða lið Íslands í knattspyrnu í kvöld þegar strákarnir leika gegn Kanada á Laugardalsvellinum. Þetta mun vera í sjötta sinn sem Hermann ber fyrirliðabandið með íslenska A-landsliðinu. Þá er Gunnar Heiðar Þorvaldsson í fremstu víglínu en Gunnar hefur ekkert spilað með liði sínu Hannover í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabilsins og hefur verið orðaður við önnur lið.