Ragnarsmótið hefst á kvöld, miðvikudaginn 22. ágúst. Eins og undanfarin ár komust færri lið að en vildu en félögin eru farin að bóka sæti á mótinu í maí til að tryggja sér sæti. Það er óhætt að fullyrða að þetta er vinsælasta undirbúningsmót hvers árs í handboltanum. Spilaður er fullur leiktími eða 2×30 mín. og frítt er inná alla leikina. Að sjálfsögu hvetjum við fólk til að líta við í Vallaskóla og líta á strákana okkar og hin liðin.