Listasmiðjan Tré og list í Forsæti í Flóa, sem hjónin Ólafur Sigurjónsson og Bergþóra Guðbergsdóttir standa að, var formlega opnuð sl. sunnudag. Eins og títt er orðið í sveitum landsins hefur gömlum útihúsum verið breytt og þeim fengið nýtt hlutverk. Í fjósinu í Forsæti hefur nú verið sett upp smiðja þar sem varpað er ljósi á þá handverksmenningu sem á sér sterkar rætur í lágsveitum Árnessýslu. Er sterkt höfðað til frumherjanna á því sviði og minningu þeirra haldið á lofti.