Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur boðað til blaðamannafundar á morgun, um borð í fiskiskipinu Vestmannaey VE í Friðarhöfn. Á fundinum verða lagðar fram hugmyndir Vestmannaeyinga að mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa Vestmannaeyjum til að mæta þeim mikla niðurskurði í kvótaúthlutun í þorskveiðum. Fundurinn hefst klukkan 14.00 en fréttatilkynningu Vestmannaeyjabæjar vegna fundarins má lesa hér að neðan.