Alls voru 149 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í síðustu viku. Þykir það ansi mikill fjöldi en sem fyrr er stór hluti þeirra sem stöðvaður er af erlendu bergi brotinn. Þó virðist sem svo að íslendingar eigi líka erfitt með að virða hraðatakmörk hérlendis.