„Ég styð tillögurnar heils hugar. Staða sveitarfélaga í kjördæminu var döpur fyrir og kvótaskerðingin er nánast eins og högg undir beltisstað fyrir útvegsstaði okkar,“ segir Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Á hann við tillögur sem bæjarstjórn lagði fram í gær sem mótvægisaðgerðir vegna kvótaskerðingarinnar.